Notendaskilmálar

1. Almennt

Þessi vefur er í eigu og rekin af Skothelt ehf. Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður en þú notar vef Byssusölunnar. Með notkun á þessum vef samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Ef þú samþykkir ekki þessa notendaskilmála, önnur viðeigandi skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir, þá er þér óheimilt að nota vefinn. Skothelt ehf. áskilur sér rétt til að banna notendur sem brjóta gegn þessum skilmálum að undanfarinni viðvörum. Alvarleg brot gegn skilmálum þessum, lögum eða reglum og réttindum annarra varðar þó umsvifalausu banni.

Skilmálar þessir eiga við um alla notkun á vef Byssusölunnar, hvort tveggja ytri og og innri síðum.

2. Skilgreiningar
Til að nota „notendaskilmála vefsíðu Byssusölunnar“: „Við“ og „okkar“ í öllum föllum á við og fjallar um vef Byssusölunnar. „Þú“ og „þér“ í öllum föllum á við um þann eða þá sem eru að nota þennan vef (einnig í gegnum þriðja aðila). „Vefur“, „vefinn“ og „vefsins“ á við um þennan vef. „Notandi“ og „notendur“ eru þeir sem hafa skráð sig sem auglýsendur eða kaupendur að vörum vefsins með fúsum og frjálsum vilja. „Skilmálar“ á við „notendaskilmála vef Byssusölunnar“.

3. Upplýsingavernd og kökur
Vefur Byssusölunnar notar tól og tækni til að greina hvernig og hvaðan notendur nota vefinn. Byssusalan notast við greiningartækni Google Analytics sem notar „kökur“ (e. cookies) sem eru textaskjöl sem er komið fyrir á tölvunni þinni til að safna nafnlausum upplýsingum um notkuns vefsins. Kökurnar safnar saman upplýsingum um notkun þína á vefnum (þar á meðal IP-töluna þína) og sendir þær upplýsingar á Google. Með þessum upplýsingum má lesa úr notkun á vefnum og taka saman tölulegar upplýsingar um hreyfingu á vefnum sem gerir Byssusölunni kleypt að sjá hvenær, hvaðan og hversu margir nota vefinn. Hvorki Byssusalan né þriðji aðili, hvort sem það er hýsingaraðili, Google Analytics eða annar, munu tengja IP-töluna eða aðrar upplýsingar sem vefurinn safnar um notkun við persónuupplýsingar notenda. Þær upplýsingar sem þú setur á vefinn (þ.á.m. vefpóstur, símanúmer, nafn o.s.frv.) munu aldrei verða seldar, dreifðar eða að öðru leyti deilt með þriðja aðila. Byssusalan heitir þér fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þú gefur upp í tengslum við Byssusöluna.

Ef þú hefur nánari upplýsingar varðandi greiningu þriðja aðila á upplýsingum vefsins, vinsamlegast sendu vefpóst á [email protected] . Við tökum fram að við förum án undantekninga eftir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

4. Ábyrgð notenda
Notendur bera ábyrgð á að notkun þeirra á vefnum og upplýsingar, texti, gögn og annað efni sem þeir setja fram á þessum vef brjóti ekki gegn þessum skilmálum, lögum eða réttindum annarra. Verði notandi uppvís að slíkum brotum áskilur Byssusalan sér rétt til að fjarlægja efni, áminna notanda eða banna.

5. Hugverk og eignaréttur
Allar upplýsingar, texti, gögn og efni sem eru sett fram á þessum vef, þ.m.t. (en takmarkast þó ekki við) nöfn, vörumerki og uppsetningu vefsins, bundinn höfundarrétti, og öðrum reglum um vernd á hugverki og hönnun. Þér er aðeins leyfilegt að nota þessar upplýsingar og efni til persónulegra nota en ekki til þess að hagnast á eða nýta á annan máta. Öll notkun á upplýsingum og efni án leyfis og í andstöðu við skilmála þessa er óleyfilegt og mun brjóta í bága við notendaskilmála vefsins. Þar að auki getur það einnig verið brot á lögum um vernd á hugverki.

Allar upplýsingar, texti, gögn, myndir og efni sem notendur setja fram á þessum vef við notkun sína á vefnum eru í eigu þeirra. Með notkun vefsins samþykkja notendur að Byssusalan dreifi, fjölfaldi, varðveiti, birti þessar upplýsingar, texta, gögn, myndir og efni, í því skyni að birta auglýsingar á vefnum. Þessar upplýsingar, texti, gögn, myndir og efni verða ekki notuð í öðrum tilgangi eða miðlað til þriðja aðila nema með samþykki viðkomandi. Óski notandi eftir því að upplýsingum hans verði eytt verður orðið við því eins fljótt og mögulegt er. Byssusalan áskilur sér þó rétt til að varðveita upplýsingar sé að nauðsynlegt til að vernda réttindi hennar, svo sem til að sýna fram á brot gegn skilmálum þessum. Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga notenda má nálgast í persónuverndarstefnu Byssusölunnar.

Byssusalan ber enga ábyrgð á birtingu notenda á upplýsingum, texta, gögnum, myndum og öðru efni sem brýtur gegn hugverkarétti annarra. Með því að nota vefinn samþykkja notendu að halda Byssusölunni skaðlausri af kröfum vegna óheimillar birtingar og dreifingar þeirra á efni sem lítur hugverkarétti annarra. Efni sem er varið af hugverkarétti annarra og birt í óleyfi verður fjarlægt samstundis.

6. Öryggi
Byssusalan gætir fyllsta trúnaðar um gögn og upplýsingar um notendur og tryggir öryggi á vefnum eftir fremsta megni.
Öll vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sjá nánar í persónuverndarstefnu Byssusölunnar.

Vefurinn er aðeins notaður af þér í persónulegri notkun og þú ert ábyrg/ur fyrir þeim upplýsingum sem þú setur á vefinn, þar á meðal nafn, netfang, símanúmer eða aðrar persónulegar upplýsingar. Ef þú telur að aðgangurinn þinn að vefnum sé ekki lengur öruggur þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem aðgengilegar eru innan vefsins. Þú getur óskað eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig. Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

7. Breytingar á notenda skilmálum vefsins
Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta skilmálum vefsins hvenær sem er og eru slíkar breytingar virkar um leið og skilmálunum hefur verið breytt og þær birtar. Með áframhaldandi notkun á vefnum samþykkir þú þessa breyttu skilmála.

Persónuverndarstefna okkar kann að taka breytingum af og til og verður hún þá uppfærð í samræmi við þær breytingar. Breytingar taka virkni um leið og skilmálunum hefur verið breytt og þær birtar.

8. Tilvísanir á aðrar vefi
Vefurinn inniheldur hlekki á aðra vefi. Við stjórnum hvorki né getum breytt því innihaldi sem vefirnir geta innihaldið. Notkun þín á þessum vefum er alfarið á þína ábyrgð.

9. Fyrirvari um ábyrgð
Þær upplýsingar sem notendur gefa upp á vefnum í formi auglýsinga getur innihaldið villur, úreldar upplýsingar eða verið ónákvæmar. Byssuvefurinn er ekki ábyrgur fyrir þeim upplýsingar sem settar eru inn í auglýsingar notenda. Við höfum enga milligöngu milli kaupanda og seljanda og berum ekki ábyrgð á viðskiptum milli notenda. Upplýsingar á auglýsingum notenda birtast eins og þær eru án ábyrgðar.
Með notkun vefsins samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefnum eða vegna innihalds hennar. Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er samkvæmt íslenskum lögum.

10. Bótakrafa
Það er skilyrði fyrir notkun vefsins að þú samþykkir að bæta, verja og fría Byssusöluna ábyrgð geng öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem geta orðið vegna notkun þinnar á vefnum.

11. Gildandi lög, tungumál og lögsaga
Með því að nota þennan vefu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefnum. Öll deilumál munu verða afgreidd samkvæmt íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á vefnum. Rísi mál vegna notkunnar sem brýtur gegn skilmálum þessum eða vegna notkun vefsins skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Athygli er vakin á því að um viðskipti notenda gilda lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup, lög nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, auk almennra reglna kröfu- og samningaréttar.

Notendaskilmálar þessir voru skrifaðir 25. ágúst 2021.

Scroll to Top